Gillzenegger byrjaður á þriðju bókinni 29. apríl 2010 13:00 Egill Einarsson er byrjaður á þriðju bókinni sinni um mannasiði. Bókin kemur út um næstu jól og verður í ætt við fyrri bækur rithöfundarins. Fréttablaðið/GVA Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira