Íslenski boltinn

Gunnar Oddsson hefur engan áhuga á að taka við Grindavík

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gunnar Oddsson ætlar ekki að þjálfa fótbolta í sumar, heldur einbeita sér að veiðinni.
Gunnar Oddsson ætlar ekki að þjálfa fótbolta í sumar, heldur einbeita sér að veiðinni. Fréttablaðið
Gunnar Oddsson hefur engan áhuga á að taka við Gríndavík. Hann var orðaður við þjálfarstöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem forsvarsmenn Grindavíkur neituðu að tjá sig um málið.

Gunnar sagði við Vísi rétt í þessu að hann ætlaði bara að horfa á fótbolta í sumar og fara að veiða, ekki þjálfa neitt félag.

"Ég er í fríi frá fótbolta og verð það í allt sumar, ég þarf aðeins að hlaða batteríin."

Milan Stefán Jankovic mun stýra æfingu hjá Grindavík í kvöld en samkvæmt heimildum fréttastofu vilja Grindvíkingar ganga frá sínum málum sem allra fyrst, helst í dag.

Milan Stefán sagði við Vísi áðan að hann hefði heldur ekki áhuga á að taka við liðinu. "Ég vil það ekki, en það er sjálfsagt að hjálpa til," sagði þjálfarinn sem ætlar að vera áfram hjá félaginu sama hver er ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×