Enski boltinn

Wenger fær pening til að eyða í sumar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. GettyImages

Stjórnarformaður Arsenal segir að Arsene Wenger geti eytt öllum þeim peningum sem hann safnar með leikmannasölum til leikmannakaupa, og meira til. Það er ekki sjálfgefið á Englandi í dag hjá félögunum sem mörg hver eru skuldum vafin.

Peter Hill-Wood heitir stjórnarformaðurinn en eins og komið hefur fram er Cesc Fabregas búinn að óska þess að fá að komast til Barcelona. Talið er að Arsenal vilji 50 milljónir punda fyrir Fabregas sem Barcelona verðmetur á um 35 milljónir.

"Það er stefna okkar að stjórinn fái peninga til leikmannakaupa, meðal annars allan peninginn sem hann fær fyrir að selja leikmenn. Alveg klárlega," sagði Hill-Wood.

Wenger fær því einhvern pening, plús peninginn sem hann fær fyrir að selja leikmenn. Ætla mætti að hann gæti keypt allt að þrjá heimsklassaleikmenn fyrir um 20 milljónir hvern ef hann seldi Fabregas til Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×