Enski boltinn

Liverpool og Spurs vilja fá Young

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það verður slegist um vængmanninn Ashley Young næstu vikur en enski landsliðsmaðurinn ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa.

Bæði Liverpool og Tottenham eru sögð hafa áhuga á því að krækja í strákinn. Roy Hodgson mun fá 30 milljónir punda frá nýju eigendunum og Hodgson er sagður vilja kaupa Englendinga.

Young er sagður vera falur fyrir 14 milljónir punda en sá verðmiði gæti hækkað ef það verður slegist um að kaupa hann.

Gerard Houllier, stjóri Villa, hefur ekki gefið upp von um að halda Young þó svo hann vilji ekki framlengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×