Enski boltinn

Reina: Liðsfélagar Torres í Liverpool hafa brugðist honum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og Sotirios Kyrgiakos.
Fernando Torres og Sotirios Kyrgiakos. Mynd/AP
José Reina, markvörður Liverpool og landi Fernando Torres, segir að Torres hafi ekki átt skilið þá gagnrýni sem hann hefur fengið þar sem að liðsfélagar hans í Liverpool hafa ekki hjálpað honum nógu mikið það sem af er tímabilinu.

Fernando Torres tryggði Liverpool 2-1 sigur á Blackburn um síðustu helgi en það var aðeins annað markið hans á tímabilinu í ellefu leikjum.

„Það skiptir öllu máli fyrir framherja að skora mörk. Þeir vilja skora mörk og sérstaklega sigurmörk eins og Fernando gerði á móti Blackburn. Ég tel að eftir þennan leik geti Fernando komist aftur á sama stall og hann var á. Það sem gerðist hjá honum er svipað því sem gerðist hjá David Villa hjá Barcelona," sagði José Reina í viðtali við Guardian.

„Þeir eru báðir frábærir leikmenn en þegar framherjar eru ekki að skora þá valda þeir öllum vonbrigðum. Þetta er ekki sanngjarnt því við höfum ekki verið að aðstoða Fernando næginlega mikið, sérstaklega undanfarnar vikur," sagði Reina.

„Hann nánast ekki búinn að fá neitt tækifæri til að gera eitthvað og við vitum að svona leikmaður getur ekki unnið leik upp úr engu. Við getum ekki ætlast til þess að gera þetta upp eigin spýtur. Við verðum að mata hann," sagði Reina.

„Þetta er búin að vera erfið staða en sem betur fer erum við í aðeins betri stöðu eftir þennan sigur. Þetta er jöfn tafla og við erum bara þremur stigum frá áttunda sætinu. Nú verðum við bara að halda áfram að vinna leiki," sagði Reina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×