Fótbolti

Nýja-Sjáland eina liðið sem tapaði ekki leik á HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Æstir stuðningsmenn Nýja-Sjálands.
Æstir stuðningsmenn Nýja-Sjálands.

Landslið Nýja-Sjálands var eina liðið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku sem tapaði ekki leik á mótinu. Þetta var ljóst eftir að Holland beið lægri hlut fyrir Spáni í úrslitaleiknum í kvöld.

Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni sem dugði ekki til að komast áfram. Liðið náði þó að vera fyrir ofan stórlið Ítalíu sem vermdi botnsæti riðilsins.

Árangur Nýja-Sjálands er fyrir markt merkilegur en leikmenn liðsins eru þegar orðnar þjóðhetjur í heimalandinu og fengu góðar móttökur þegar þeir komu heim frá Suður-Afríku á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×