Þjóðarátakið „Þjóðin býður heim“ 1. júní 2010 15:23 Steingrímur J. Sigfússon og Áslaug Friðriksdóttir hvöttu alla þjóðina, og ríkis- og borgarstarfsmenn sérstaklega, til þess að taka þátt í átakinu „Þjóðin býður heim“ þegar það var formlega sett af stað við Iðnó í dag. Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. „Ég hvet alla forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja í landinu til þess að gefa fólki tóm til þess á fimmtudaginn að senda vinum, kunningjum og viðskiptaaðilum kveðju og heimboð til Íslands í sumar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forsætisráðherra, þegar átakið „Þjóðin býður heim“ var formlega sett af stað við Iðnó í dag að viðstöddum fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs. Steingrímur sagðist sem fjármálaráðherra hafa verið farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Þrátt fyrir áföll vegna gossins og frestunar Landsmóts hestamanna þá væri mikilvægt að missa ekki kjarkinn og vel til fundið að fá þjóðina í lið með sér til þess að sannfæra ferðamenn um að fresta ekki komu sinni til Íslands. „Við veðjum á ferðaþjónustuna því hún er fljótvirkasta leiðin til tekjuöflunar fyrir þjóðina og á framtíðina fyrir sér.“Allir á Netið Áslaug Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, minnti á að netnotkun á Íslandi væri mikil. „Það er ákaflega íslenskt að bregðast við svona hratt og segja: Já, nú förum við öll á Netið og bjóðum heim. Ef við náum í tvo vini hvert og eitt okkar þá sköpum við bylgju í útlöndum og náum til 600 þúsund manns í einni svipan og þetta verður umtalað. Og þá er þetta komið, ferðasumrinu bjargað, er ekki svo? Hún hvatti borgarstarfsmenn til þess að taka þátt í átakinu og lagði áherslu á að ferðaþjónustan í öllum sínum myndum hefði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg.Jungle Drum Emiliönu Torrini Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti að myndbandið sem fólk yrði hvatt til þess að senda í þjóðarátakinu samanstæði af hressilegum og skemmtilegum myndum af fólki sem dansaði við Jungle Drum, lag og söng Emilíönu Torrini, við ólíkar aðstæður á Íslandi. Hún sagði að myndbandið væri af því tagi að fólk myndi langa til að senda það áfram á Netinu til vina og kunningja í útlöndum.Snörp sókn á ferðamarkaði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að snörp viðbrögð við ytri áföllum væru ákaflega þakkarverð og hann væri sannfærður um að með aðstoð þjóðarinnar yrði hægt að tryggja að ferðamannaárið yrði í besta lagi í ár eins og á síðustu árum. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. „Ég hvet alla forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja í landinu til þess að gefa fólki tóm til þess á fimmtudaginn að senda vinum, kunningjum og viðskiptaaðilum kveðju og heimboð til Íslands í sumar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forsætisráðherra, þegar átakið „Þjóðin býður heim“ var formlega sett af stað við Iðnó í dag að viðstöddum fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs. Steingrímur sagðist sem fjármálaráðherra hafa verið farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Þrátt fyrir áföll vegna gossins og frestunar Landsmóts hestamanna þá væri mikilvægt að missa ekki kjarkinn og vel til fundið að fá þjóðina í lið með sér til þess að sannfæra ferðamenn um að fresta ekki komu sinni til Íslands. „Við veðjum á ferðaþjónustuna því hún er fljótvirkasta leiðin til tekjuöflunar fyrir þjóðina og á framtíðina fyrir sér.“Allir á Netið Áslaug Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, minnti á að netnotkun á Íslandi væri mikil. „Það er ákaflega íslenskt að bregðast við svona hratt og segja: Já, nú förum við öll á Netið og bjóðum heim. Ef við náum í tvo vini hvert og eitt okkar þá sköpum við bylgju í útlöndum og náum til 600 þúsund manns í einni svipan og þetta verður umtalað. Og þá er þetta komið, ferðasumrinu bjargað, er ekki svo? Hún hvatti borgarstarfsmenn til þess að taka þátt í átakinu og lagði áherslu á að ferðaþjónustan í öllum sínum myndum hefði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg.Jungle Drum Emiliönu Torrini Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti að myndbandið sem fólk yrði hvatt til þess að senda í þjóðarátakinu samanstæði af hressilegum og skemmtilegum myndum af fólki sem dansaði við Jungle Drum, lag og söng Emilíönu Torrini, við ólíkar aðstæður á Íslandi. Hún sagði að myndbandið væri af því tagi að fólk myndi langa til að senda það áfram á Netinu til vina og kunningja í útlöndum.Snörp sókn á ferðamarkaði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að snörp viðbrögð við ytri áföllum væru ákaflega þakkarverð og hann væri sannfærður um að með aðstoð þjóðarinnar yrði hægt að tryggja að ferðamannaárið yrði í besta lagi í ár eins og á síðustu árum.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira