Enski boltinn

Heitinga vill fara til Bayern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heitinga í baráttu við Darren Fletcher.
Heitinga í baráttu við Darren Fletcher.

Hollenski varnarmaðurinn hjá Everton, John Heitinga, segist vera afar spenntur fyrir því að ganga í raðir þýska liðsins FC Bayern.

Bayern ku vera með leikmanninn í sigtinu og hann hefur ný lýst því yfir að hann vilji færa sig um set til Þýskalands.

"Það er erfitt fyrir mig að segja hversu mikill áhugi þeirra er á mér þar sem Everton hefur ekki fengið formlegt tilboð enn sem komið er og enginn hefur haft beint samband við mig," sagði Heitinga.

"Ég er upp með mér að þetta félag skuli hafa áhuga á mér. Ég hef mikinn áhuga á því að fara til þeirra. Þetta er Meistaradeildarlið og ég yrði löglegur í keppninni þar sem við erum ekki í Evrópukeppni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×