Enski boltinn

Barry óttast að baulað verði á England

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fá ensku landsliðsmennirnir baul?
Fá ensku landsliðsmennirnir baul?

Enska landsliðið leikur vináttulandsleik gegn Ungverjalandi á miðvikudag. Lítill áhugi er fyrir leiknum og miðasala gengið illa eftir afar dapra frammistöðu Englands á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Miðjumaðurinn Gareth Barry óttast að leikmenn Englands fái ekki hlýjar móttökur í leiknum. „Maður hefur séð það áður að menn uppskera baul frá óánægðum stuðningsmönnum landsliðsins," segir Barry.

„Liðið þarf á því að halda að fá stuðningsmennina aftur við bakið á sér. Undankeppni Evrópumótsins er að fara af stað og við þurfum á öllum mögulegum stuðningi að halda."

„Ég viðurkenni að slæmt gengi í Suður-Afríku hvílir þungt yfir manni og það er erfitt að reyna að jafna sig á þessu. En það skiptast á skin og skúrir í boltanum og ég reyni að horfa á verkefnin sem framundan eru. Það er eðlilegt að fólk sé óánægt, HM er stærsta mót í heimi og kemur bara á fjögurra ára fresti," segir Barry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×