Enski boltinn

Hodgson þolir ekki lygasögur umboðsmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er mjög reiður út í umboðsmann Hollendingsins Rafael van der Vaart en hann segir umbann hafa logið til um áhuga Liverpool á leikmanninum.

Van der Vaart endaði í herbúðum Tottenham á lokadegi félagaskiptanna og hann hefur síðar háldið því fram að hann hefði verið á leiðinni til Liverpool.

"Það er ekkert til í því. Þessar lygasögur geta verið mjög pirrandi," sagði Hodgson sem er augljóslega búinn að fá nóg af umboðsmönnum knattspyrnumanna.

"Það hringir í mig umboðsmaður og spyr hvort ég hafi áhuga á Van der Vaart. Ég segi nei og mínútu síðar er komin frétt þess efnis að ég hafi áhuga á leikmanninum. Ég bið Van der Vaart afsökunar ef umbinn hans laug að honum. Mér finnst hann vera fínn leikmaður en hann er ekki leikmaður eins og ég var að leita að."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×