Augljóslega kominn tími fyrir nýja bókmenntasögu 4. september 2010 06:00 Dagný Kristjánsdóttir Öldin öfgafulla - bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar heitir ný bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, prófessor. Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, umbrota og átaka sem bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka. Öldin öfgafulla er ætluð framhaldsskólanemum en nýtist líka þeim sem hafa áhuga á bókmenntum. Það var bókaútgáfan Bjartur sem leitaði til þeirra hjóna, Dagnýjar og Kristján Jóhanns Jónssonar, um að rita bókmenntasögu 19. og 20. aldar. „Þetta er eins konar pakki, þar sem Kristján skrifar um 19. öldina en ég þá 20. en við ritstýrum bókum hvors annars," segir Dagný. „Það kom í minn hlut að byrja ballið."Löngu tímabært ritDagný segir það hafa verið löngu tímabært að rita nýja kennslubók um bókmenntasögu 20. aldar; bók Heimis Pálssonar ,Straumar og stefnur, kom út á áttunda áratugnum og réði markaðnum í áratugi. „Síðastliðin 30 ár eða svo gerðist gerðist lítið í bókmenntasöguritun fyrir framhaldsskóla en síðustu þrjú árin hafa komið tvær nýjar bækur, Öldin öfgafulla er sú síðari. Það var augljóslega kominn tími til að rita bókmenntasögu 20. aldar á ný." Að velja og hafnaÞegar yfirlitsrit um bókmenntir koma út snýst umræðan gjarnan um hvað er ekki í þeim, frekar en það sem þar er að finna. Hvernig skal ákveða hvað mætir afgangi? „Þetta er erfiðasta spurning í heimi," segir Dagný. „Það segir sig sjálft að mun meiru er sleppt en tekið er með. Og það eru ekki bara þeir óverðugu sem komast ekki að, heldur líka margir verðugir og þannig séð er þetta ómögulegt val. Allar bókmenntasögur eru skammaðar mest fyrir það sem er ekki í þeim og spurt hvers vegna þetta og hitt sé þar ekki en þá má kannski snúa spurningunni við og spyrja: Er eitthvað í bókinni sem verðskuldar ekki að vera þar? Hefði eitthvað átt að fara út svo annað kæmist inn?" Bókmenntasöguritun er að mati Dagnýjar list málamiðlana og það hafði hún í huga við ritun bókarinnar. „Ég reyndi að velja bókmenntir sem eru athyglisverðastar á hverju tímabili, nýjar og gamlar, og sýna samhengið sem þær spretta úr; umræðuna um bókmenntir og listir og það sem er að gerast á öðrum sviðum menningarinnar svo að úr verður dálítið bland í poka. Myndvinnslan á bókinni skiptir líka feykilegu máli og í hana var lögð mikil vinna og metnaður af Olgu Holowniu og Önnu Cynthiu Leplar." Eftirstríðsárin í uppáhaldiTitill bókarinnar skírskotar til bókar breska sagnfræðingsins Eric Hobsbawm, Öld öfganna, sem fjallar um 20. öldina. Dagný segir öldinni ekki verða lýst betur en þetta. „Við fórum úr einum öfgunum í aðra, eins og má sjá á forsíðu bókarinnar; Síldarplan á Siglufirði og Höfðatorg - tvö ólík dæmi um gullæði sem greip sig. Og bókmenntirnar túlka bæði risið og fallið." Bókinni er skipt upp í ellefu kafla eftir áratugum og í lok hvers kafla er æviferill helstu höfunda rakinn. Sjálf heldur Dagný mikið upp á eftirstríðsárin. „Það var svo margt að gerast og tímabilið svo mikil deigla; stefnumót austurs og vesturs, hámenningar og fjöldamenningar. Ísland var að opnast fyrir umheiminum og nútíminn, módernisminn, að koma inn. Þetta var mikill ólgu- og átakatími og afskaplega frjótt tímabil en hvert tímabil hefur auðvitað líka sinn sjarma." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Öldin öfgafulla - bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar heitir ný bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, prófessor. Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, umbrota og átaka sem bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka. Öldin öfgafulla er ætluð framhaldsskólanemum en nýtist líka þeim sem hafa áhuga á bókmenntum. Það var bókaútgáfan Bjartur sem leitaði til þeirra hjóna, Dagnýjar og Kristján Jóhanns Jónssonar, um að rita bókmenntasögu 19. og 20. aldar. „Þetta er eins konar pakki, þar sem Kristján skrifar um 19. öldina en ég þá 20. en við ritstýrum bókum hvors annars," segir Dagný. „Það kom í minn hlut að byrja ballið."Löngu tímabært ritDagný segir það hafa verið löngu tímabært að rita nýja kennslubók um bókmenntasögu 20. aldar; bók Heimis Pálssonar ,Straumar og stefnur, kom út á áttunda áratugnum og réði markaðnum í áratugi. „Síðastliðin 30 ár eða svo gerðist gerðist lítið í bókmenntasöguritun fyrir framhaldsskóla en síðustu þrjú árin hafa komið tvær nýjar bækur, Öldin öfgafulla er sú síðari. Það var augljóslega kominn tími til að rita bókmenntasögu 20. aldar á ný." Að velja og hafnaÞegar yfirlitsrit um bókmenntir koma út snýst umræðan gjarnan um hvað er ekki í þeim, frekar en það sem þar er að finna. Hvernig skal ákveða hvað mætir afgangi? „Þetta er erfiðasta spurning í heimi," segir Dagný. „Það segir sig sjálft að mun meiru er sleppt en tekið er með. Og það eru ekki bara þeir óverðugu sem komast ekki að, heldur líka margir verðugir og þannig séð er þetta ómögulegt val. Allar bókmenntasögur eru skammaðar mest fyrir það sem er ekki í þeim og spurt hvers vegna þetta og hitt sé þar ekki en þá má kannski snúa spurningunni við og spyrja: Er eitthvað í bókinni sem verðskuldar ekki að vera þar? Hefði eitthvað átt að fara út svo annað kæmist inn?" Bókmenntasöguritun er að mati Dagnýjar list málamiðlana og það hafði hún í huga við ritun bókarinnar. „Ég reyndi að velja bókmenntir sem eru athyglisverðastar á hverju tímabili, nýjar og gamlar, og sýna samhengið sem þær spretta úr; umræðuna um bókmenntir og listir og það sem er að gerast á öðrum sviðum menningarinnar svo að úr verður dálítið bland í poka. Myndvinnslan á bókinni skiptir líka feykilegu máli og í hana var lögð mikil vinna og metnaður af Olgu Holowniu og Önnu Cynthiu Leplar." Eftirstríðsárin í uppáhaldiTitill bókarinnar skírskotar til bókar breska sagnfræðingsins Eric Hobsbawm, Öld öfganna, sem fjallar um 20. öldina. Dagný segir öldinni ekki verða lýst betur en þetta. „Við fórum úr einum öfgunum í aðra, eins og má sjá á forsíðu bókarinnar; Síldarplan á Siglufirði og Höfðatorg - tvö ólík dæmi um gullæði sem greip sig. Og bókmenntirnar túlka bæði risið og fallið." Bókinni er skipt upp í ellefu kafla eftir áratugum og í lok hvers kafla er æviferill helstu höfunda rakinn. Sjálf heldur Dagný mikið upp á eftirstríðsárin. „Það var svo margt að gerast og tímabilið svo mikil deigla; stefnumót austurs og vesturs, hámenningar og fjöldamenningar. Ísland var að opnast fyrir umheiminum og nútíminn, módernisminn, að koma inn. Þetta var mikill ólgu- og átakatími og afskaplega frjótt tímabil en hvert tímabil hefur auðvitað líka sinn sjarma." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira