Seinagangur Ríkissaksóknara 5. maí 2010 18:31 Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. Piltarnir sem báðir eru um tvítugt voru dæmdir í vikulangt gæsluvarðhald hér í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Annar piltanna unir úrskurðinum en hinn kærði til Hæstaréttar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir komast í kast við lögin. Piltarnir sem heita Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson fengu báðir fangelsisdóma í svokölluðu Barðastrandarráni í október á síðasta ári. Axel hlaut 20 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir skipulagningu á ráninu, en Viktor fékk þyngsta dóminn, tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Viktor réðist þá inn á heimili tæplega áttræðs úrsmiðs á Seltjarnarnesi, við annan mann, þar sem hann var bundinn á höndum og fótum á meðan þeir fóru ránshendi um heimilið. Málið vakti mikinn óhug en þeir Axel og Viktor áfrýjuðu báðir til Hæstaréttar. Þrátt fyrir að rúmlega hálft ár sé síðan piltarnir voru dæmdir í héraði, hefur málið enn ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, og er ekki komið á dagskrá. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar er ástæða þess sú að málsgögn og ágrip hafa ekki enn borist frá Ríkissaksóknara, en fyrr er ekki hægt að taka málið fyrir og því hafa mennirnir ekki hlotið endanlegan dóm. Axel Karl sem hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi sautján ára gamall, þegar hann þvingaði jafnaldra sinn í skott á bíl, keyrði að næsta hraðbanka og neyddi hann til þess að taka út peninga og afhenda sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu Axel og Viktor að innheimta peningaskuld hjá barnabarni húsráðandans í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Til orðaskipta kom á milli þeirra og mannsins, sem er tæplega sjötugur, sem endaði með því að þeir gengu í skrokk á honum. Meðal annars er maðurinn nefbrotinn og með mikla áverka víðsvegar um líkama. Eiginkona mannsins og rúmlega þrítug dóttir þeirra reyndu að skerast í leikinn og hlutu þær áverka við þau afskipti. Þeir Axel og Viktor munu meðal annars hafa otað hnífi að fólkinu í árásinni. Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari er í fríi fram yfir helgi og Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari, sem meðal annars flutti Barðastrandarmálið fyrir héraðsdómi, var ekki við í dag, þegar fréttastofa leitaði viðbragða vegna seinagangsins. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. Piltarnir sem báðir eru um tvítugt voru dæmdir í vikulangt gæsluvarðhald hér í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Annar piltanna unir úrskurðinum en hinn kærði til Hæstaréttar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir komast í kast við lögin. Piltarnir sem heita Axel Karl Gíslason og Viktor Már Axelsson fengu báðir fangelsisdóma í svokölluðu Barðastrandarráni í október á síðasta ári. Axel hlaut 20 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir skipulagningu á ráninu, en Viktor fékk þyngsta dóminn, tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Viktor réðist þá inn á heimili tæplega áttræðs úrsmiðs á Seltjarnarnesi, við annan mann, þar sem hann var bundinn á höndum og fótum á meðan þeir fóru ránshendi um heimilið. Málið vakti mikinn óhug en þeir Axel og Viktor áfrýjuðu báðir til Hæstaréttar. Þrátt fyrir að rúmlega hálft ár sé síðan piltarnir voru dæmdir í héraði, hefur málið enn ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, og er ekki komið á dagskrá. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar er ástæða þess sú að málsgögn og ágrip hafa ekki enn borist frá Ríkissaksóknara, en fyrr er ekki hægt að taka málið fyrir og því hafa mennirnir ekki hlotið endanlegan dóm. Axel Karl sem hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi sautján ára gamall, þegar hann þvingaði jafnaldra sinn í skott á bíl, keyrði að næsta hraðbanka og neyddi hann til þess að taka út peninga og afhenda sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu Axel og Viktor að innheimta peningaskuld hjá barnabarni húsráðandans í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Til orðaskipta kom á milli þeirra og mannsins, sem er tæplega sjötugur, sem endaði með því að þeir gengu í skrokk á honum. Meðal annars er maðurinn nefbrotinn og með mikla áverka víðsvegar um líkama. Eiginkona mannsins og rúmlega þrítug dóttir þeirra reyndu að skerast í leikinn og hlutu þær áverka við þau afskipti. Þeir Axel og Viktor munu meðal annars hafa otað hnífi að fólkinu í árásinni. Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari er í fríi fram yfir helgi og Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari, sem meðal annars flutti Barðastrandarmálið fyrir héraðsdómi, var ekki við í dag, þegar fréttastofa leitaði viðbragða vegna seinagangsins.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira