Enski boltinn

Sextíu prósent vilja fá Mourinho sem næsta stjóra Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho fékk yfirgnæfandi stuðning í lesendakönnun á skysports.com um hver eigi að taka við stjórastöðu Manchester United þegar hinn 69 ára gamli Sir Alex Ferguson hættir með liðið.

Mourinho, sem nú þjálfar Real Madrid, fékk sextíu prósent atkvæða hjá þeim rúmlega 9000 gestum skysports.com sem greiddu atkvæði í könnuninni en hann háði harða keppni við United-menn þegar hann stýrði Chelsea á sínum tíma.

David Moyes, stjóri Everton, kom næstur með þrettán prósent atkvæða en í þriðja sæti var síðan Martin O'Neill, fyrrum stjóri Aston Villa, með tíu prósent atkvæða.

Fyrrum lærisveinar Sir Alex Ferguson, Steve Bruce og Mark Hughes, fengu báðir sex prósent atkvæða og voru á undan Steve McClaren í könnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×