Enski boltinn

Osman og Hibbert framlengja við Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leon Osman.
Leon Osman.

Stuðningsmenn Everton fengu góð tíðindi í morgun þegar staðfest var að tveir leikmenn félagsins hefðu skrifað undir nýjan samning við félagið.

Þetta eru þeir Leon Osman og Tony Hibbert. Þeir skrifuðu báðir undir samning til ársins 2014.

Báðir leikmenn hafa verið allan sinn feril hjá Everton og hafa samtals leikið yfir 500 leiki með aðalliði félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×