Enski boltinn

Liverpool búið að kaupa Christian Poulsen á 4,5 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Poulsen.
Christian Poulsen. Mynd/AP
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á danska landsliðsmiðjumanninum Christian Poulsen frá Juventus fyrir 4,5 milljónir punda eða rúma 841 milljón íslenskra króna. Hann hefur verið hugsaður sem arftaki Javier Mascherano hjá liðinu.

Poulsen verður í treyju númer 28 og bætist í hóp þeirra Joe Cole, Milan Jovanovic, Jonjo Shelvey og Danny Wilson sem koma nýir inn í Liverpool-liðið á þessu tímabili.

Christian Poulsen er 30 ára gamall varnartengiliður sem hefur leikið 77 leiki fyrir danska landsliðið. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, þekkir hann vel því Poulsen spilaði fyrir hann hjá danska liðinu FC Kaupmannahöfn.

Liverpool borgar Juventus fyrir Christian Poulsen í tveimur hlutum, fyrst 2,725 milljón evrur í dag og svo aftur 2,75 milljónir evra 1. júlí 2011. Þetta gera samtals 5,475 milljónir evra en sú upphæð gæti hækkað um 1,2 milljónir evra nái Poulsen ótilgreindum árangri með Liverpool-liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×