Enski boltinn

Chelsea verður án bæði Terry og Alex næstu vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og Alex.
John Terry og Alex. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf líklega að fara leita sér að miðvörðum því hann er búinn að missa tvo fastamenn í meiðsli. John Terry gæti verið frá í nokkra mánuði og það kom síðan í ljós í gærkvöldi að Alex verður líklega ekkert með liðinu næstu átta vikurnar.

Hnéið á Alex bólgnaði upp eftir leikinn á móti Liverpool á dögunum og meiðsli brasilíska miðvarðarins eru það alvarleg að hann þarf að fara í aðferð í lok vikunnar.

Alex er engu að síður með brasilíska landsliðinu í Katar þar sem liðið mætir Argentínu í kvöld. Alex æfði í gær samkvæmt fréttum frá Katar en þarf engu að síður að fara í þessa aðferð sem fyrst.

Carlo Ancelotti stillti þeim Branislav Ivanovic og Paulo Ferreira upp sem miðvörðum á móti Sunderland um síðustu helgi og það gekk ekki vel enda tapaði Chelsea leiknum 0-3 á heimavelli.

Ancelotti þarf að leysa miðvarðarvandræði sín í næstu leikjum því ekki getur hann keypt menn fyrr en í janúar. Ancelotti gæti notað hinn reynslulitla Jeffrey Bruma eða fært Michael Essien aftur í vörnina.

Þrír miðverðir hafa verið orðaðir við Chelsea en það eru David Luiz hjá Benfica, Gary Cahill hjá Bolton og Steven Taylor hjá Newcastle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×