Íslenski boltinn

KSÍ sektar Fram um 25 þúsund

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Jóhannesson og félagar voru ekki með pappírana í lagi.
Brynjar Jóhannesson og félagar voru ekki með pappírana í lagi.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því á dögunum að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram fyrir árið 2009.

Þóri þótti ljóst að Fram hefði langt fram röng leyfisgögn með umsókn um þáttökuleyfi fyrir tímabilið 2009.

Nefndin var sammála Þóri og ákvað að aðvara Framara sem og að sekta félagið um 25 þúsund krónur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×