Erlent

Óveður í Bandaríkjunum | Myndir

Það er snjóþungt í borginni.
Það er snjóþungt í borginni.

Það er snjóþungt á austurströnd Bandaríkjanna. Óveður hefur geisað víða og meðal annars hafa helstu flugvellir verið lokaðir vegna óveðursins. Þúsundir manna, sem þurfa að ferðast vegna jólahátíðanna, sitja því fastir.

Í New York borg eru samgöngur nær lamaðar. Fólk hefur þurft að dvelja næturlangt í köldum lestum og fjöldi manna þurft að gista á flugvöllum borgarinnar.

Þá hefur umferð verið í stopulla lagi. Leigubílar komast hvorki lönd né strönd og lögreglan á í vandræðum með að komast á milli staða.

Hér er meðfylgjandi myndasería sem finna má á vef New York Post sem sýnir vel hversu snjóþungt er í stóra eplinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×