Margir mánuðir í að Illugi snúi aftur á þing Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2010 18:48 Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira