Enski boltinn

Carroll heillaði Mancini í gær - heldur að Newcastle selji hann ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur útlokað það að félagið kaupi enska landsliðsframherjann Andy Carroll frá Newcastle þegar félagsskiptaglugginn opnar eftir áramótin. Carroll lét City-menn hafa fyrir því í gær en Manchester City vann engu að síður 3-1 sigur á St James' Park.

Carroll sem er aðeins 21 árs gamall skoraði sitt ellefta mark á tímabilinu þegar hann minnkaði muninn í 2-1 með skalla eftir hornspyrnu Joey Barton. Það má sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Mancini viðurkenndi það eftir leikinn að leikmaðurinn hefði heillað sig með frammistöðunni en það væri til lítils að reyna að bjóða í hann þar sem að Newcastle myndi aldrei selja stjörnuleikmann sinn.

„Carroll er ungur leikmaður og hann er mjög góður leikmaður. Hann er mjög sterkur og spilaði mjög vel í þessum leik. Ég held bara að Newcastle vilji bara ekki selja hann," sagði Mancini eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×