Enski boltinn

Bramble verður ekki kærður fyrir nauðgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Titus Bramble, varnarmaður Sunderland, er laus allra mála en hann var sakaður um nauðgun í síðasta mánuði.

Bramble var handtekinn ásamt bróður sínum í tengslum við málið. Bróðirinn er ekki laus allra mála en Titus getur farið að einbeita sér að boltanum á nýjan leik.

"Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir Titus og ég vona að þeir sem dæmdu hann á sínum tíma biðji hann afsökunar núna," sagði Njáll Quinn, stjórnarformaður Sunderland.

"Titus hélt fram sakleysi sínu frá fyrsta degi og hefur nú verið hreinsaður af öllum ásökunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×