Erlent

Tuttugu námumenn fórust í Kína

Mynd/AFP
20 námumenn fórust og allt að 30 eru innilokaðir í rústum eftir sprengingu í námu í Henan héraði í Kína í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um á hve miklu dýpi mennirnir 17 eru . Stutt er síðan 33 námumönnum var bjargað eftir tæpa 70 daga innilokun í námu í Chile, en þeir hafa allir nema tveir fengið að fara heim af sjúkrahúsi eftir björgunina.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni í námunni í Kína í morgun, en hún er skammt frá borginni Zhengzhou, um 630 kílómetrum suður af Peking. Námuslys eru tíð í Kína og í fyrra létust um 2.600 manns í námuslysum í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×