Enski boltinn

Fergie fær að versla fyrir 50 milljónir punda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Glazer-fjölskyldan er heldur betur að opna veskið þessa dagana. Hún er nýbúin að gera tímamótasamning við Wayne Rooney og nú er greint frá þvi að Sir Alex Ferguson fái 50 milljónir punda til þess að eyða í leikmenn næsta sumar.

Mikil fundahöld hafa verið í herbúðum Man. Utd eftir að Wayne Rooney sagðist vilja fara frá félaginu og eigendurnir virðast hafa áttað sig á því í þeim viðræðum að árangur sé ekki ókeypis.

Það er ekki síst þessi stefnubreyting hjá eigendum félagsins sem varð þess valdandi að Rooney ákvað að vera áfram en hann hafði áður áhyggjur af framtíðarstefnu félagsins.

United mun ganga í gegnum miklar breytingar næsta sumar en allt að tíu leikmenn munu verða seldir eða leggja skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×