Enski boltinn

Moyes: Beckford þarf bara tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jermaine Beckford.
Jermaine Beckford. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Moyes, stjóri Everton, segist hafa notað Jermaine Beckford meira en hann ætlað sér fyrir þetta tímabil. Moyes lítur á Jermaine Beckford sem framtíðarmann hjá félaginu en að þessi fyrrum framherji Leeds þurfi bara tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.

Beckford hefur verið í byrjunarliðinu í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hefur að auki komið þrisvar inn á sem varamaður.

„Ég vildi að hann væri að koma inn af bekknum en ég þurfti að nota hann strax í byrjunarliðinu," sagði David Moyes en Jermaine Beckford hefur ekki enn náð að skora á tímabilinu.

„Fólk er að segja að hann sé ekki aðlagast okkar leik en ég minni á það að það tók bæði Leighton Baines og Phil Jagielka heilt ár að komast inn í hlutina. Það er eitt öruggt og það er að hann er markaskorari," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×