Enski boltinn

Rio vill klára ferilinn hjá United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsfyrirliði Englands, Rio Ferdinand, hefur lýst því yfir að hann vonist til þess að spila með Man. Utd þar til hann leggur skóna á hilluna.

Ferdinand kom til United frá Leeds árið 2002 fyrir 30 milljónir punda og hefur þegar spilað 325 leiki fyrir félagið.

„Ég vil enda ferilinn sem leikmaður Man. Utd. Það væri frábært að gera það sama og Giggs, Neville og Scholes eru að gera. Þeir hafa verið lengi hjá sama félaginu. Það væri draumur að ljúka ferli mínum hérna," sagði Rio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×