Enski boltinn

Manchester liðin gerðu markalaust jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez reynir skot úr aukaspyrnu í leiknum í kvöld.
Carlos Tevez reynir skot úr aukaspyrnu í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty

Manchester-slagurinn í kvöld var langt frá því að standa undir væntingum. Manchester City og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í tíðindalitlum leik. Everton og Bolton gerðu einnig jafntefli í kvöld.

Manchester City byrjaði leikinn af krafti og var mun meira með boltann á upphafsmínútunum en tókst þó ekki að opna vörn United.

Manchester United liðið vann sig hægt og rólega inn í leikinn og það sem eftir var leiksins einkenndist leikurinn af mikilli baráttu.

Það var lítið um opin færi í leiknum og hvorugt liðið tók mikla áhættu enda virtustu stjórarnir leggja aðaláhersluna á það að fá ekki á sig mark.

Manchester United vann alla þrjá leiki sína á móti City á síðasta tímabili en tókst ekki að halda sigurgöngu sinni áfram á City of Manchester Stadium í kvöld.

Jermaine Beckford tryggði Everton 1-1 jafntefli á móti Bolton á 90. mínútu og aðeisn sex mínútum eftir að Marouane Fellaini hafði verið rekinn útaf. Ivan Klasnic kok Bolton í 1-0 á 79. mínútu en áður hafði Grétar Rafn Steinsson farið meiddur af velli á 50. mínútu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×