Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sóknarsýning Vals gegn varnarlausum gestum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Sveinn Þórarinsson í leik með Val.
Atli Sveinn Þórarinsson í leik með Val. Mynd/Anton

Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið.

Varnarleikur Fylkis var hvorki fugl né fiskur og réðu Árbæingar ekkert við sóknarleik Vals. Þeir klúðruðu málum gegn Fram í síðustu umferð og virðast ekki hafa jafnað sig á því.

Föst leikatriði og fyrirgjafir settu þá út af sporinu trekk í leiknum í kvöld. Spilamennska þeirra var skömminni skárri í fyrri hálfleiknum en þeim síðari voru þeir í tómu tjóni og brugðust illa við mótlætinu. Valsmenn höfðu 2-1 forystu í hálfleik en bæði mörk þeirra í fyrri hálfleiknum voru keimlík. Þau komu með skalla eftir aukaspyrnur frá Martin Pedersen. Gestirnir voru ekki á tánum í teignum og var refsað fyrir það.

Fylkismenn náðu reyndar í millitíðinni að jafna í 1-1. Markmenn hafa gagnrýnt dómara fyrir að refsa þeim harkalega með rauðum spjöldum í upphafi móts en Kjartan Sturluson slapp alveg við spjald þegar hann gerðist brotlegur í teignum eftir hálftíma leik.

Kjartan varði vítaspyrnuna en hélt ekki boltanum og Albert Brynjar Ingason skoraði í annarri tilraun. Í seinni hálfleiknum réðu Valsmenn algjörlega lögum og lofum og nýttu sér brotalamir í varnarleik gestana sem brugðust mjög illa við mótlætinu. Andrés Már Jóhannesson missti stjórn á skapi sínu og fauk af velli með rautt spjald fyrir kjaftbrúk

Flottur sigur Valsmanna. Danirnir Pedersen og Danni König áttu báðir mjög góðan leik og eru að finna sig betur með hverjum leiknum. Sá fyrrnefndi virðist finna sig betur sem djúpur á miðjunni og König var stórhættulegur í fremstu víglínu og skilaði tveimur mörkum í kvöld. Haukur Páll Sigurðsson átti einnig flottan leik en hann er strax á sínu fyrsta tímabili hjá Val orðinn ótrúlega mikilvægur lykilmaður í liðinu.

Ólafur Þórðarson á verkefni fyrir höndum að reyna að skrúfa hausinn aftur rétt á sína menn. Enginn leikmaður Fylkis getur gengið sáttur frá borði eftir þennan leik. Valur Fannar Gíslason sem hefur oft dregið vagninn fyrir liðið tók varla þátt í kvöld og liðið var í heildina mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast.

Valur - Fylkir 5-2

1-0 Danni König (12.)

1-1 Albert Brynjar Ingason (30.)

2-1 Haukur Páll Sigurðsson (36.)

3-1 Baldur Aðalsteinsson (47.)

4-1 Danni König (55.)

5-1 Ian Jeffs (72.)

5-2 Pape Faye (83)

Rautt spjald: Andrés Már Jóhannesson, Fylki (60.)

Dómari: Einar Örn Daníelsson 8

Skot (á mark): 18-9 (12-5)

Varin skot: Kjartan 4 - Fjalar 6

Horn: 5-10

Aukaspyrnur fengnar: 13-11

Rangstöður: 2-2

Valur (4-3-3)

Kjartan Sturluson 5

Stefán Eggertsson 6

Reynir Leósson 6

(63. Sigurbjörn Hreiðarsson 6)

Atli Sveinn Þórarinsson 6

Greg Ross 6

Martin Pedersen 8

Haukur Páll Sigurðsson 8

Jón Vilhelm Ákason 6

(33. Ian Jeffs 7)

Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7

(70. Þórir Guðjónsson 6)

Arnar Sveinn Geirsson 7

Danni König 8* - Maður leiksins

Fylkir (4-3-3)

Fjalar Þorgeirsson 5

Kristján Valdimarsson 3

Einar Pétursson 3

Þórir Hannesson 3

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5

Andrés Már Jóhannesson 4

Valur Fannar Gíslason 3

Tómas Þorsteinsson 3

(72. Baldur Bett -)

Ingimundur Níels Óskarsson 5

(70. Ásgeir Arnþórsson 5)

Jóhann Þórhallsson 4

(70. Pape Faye 6)

Albert Brynjar Ingason 6




Tengdar fréttir

Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×