Umfjöllun: Sóknarsýning Vals gegn varnarlausum gestum Elvar Geir Magnússon skrifar 31. maí 2010 19:15 Atli Sveinn Þórarinsson í leik með Val. Mynd/Anton Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið. Varnarleikur Fylkis var hvorki fugl né fiskur og réðu Árbæingar ekkert við sóknarleik Vals. Þeir klúðruðu málum gegn Fram í síðustu umferð og virðast ekki hafa jafnað sig á því. Föst leikatriði og fyrirgjafir settu þá út af sporinu trekk í leiknum í kvöld. Spilamennska þeirra var skömminni skárri í fyrri hálfleiknum en þeim síðari voru þeir í tómu tjóni og brugðust illa við mótlætinu. Valsmenn höfðu 2-1 forystu í hálfleik en bæði mörk þeirra í fyrri hálfleiknum voru keimlík. Þau komu með skalla eftir aukaspyrnur frá Martin Pedersen. Gestirnir voru ekki á tánum í teignum og var refsað fyrir það.Fylkismenn náðu reyndar í millitíðinni að jafna í 1-1. Markmenn hafa gagnrýnt dómara fyrir að refsa þeim harkalega með rauðum spjöldum í upphafi móts en Kjartan Sturluson slapp alveg við spjald þegar hann gerðist brotlegur í teignum eftir hálftíma leik.Kjartan varði vítaspyrnuna en hélt ekki boltanum og Albert Brynjar Ingason skoraði í annarri tilraun. Í seinni hálfleiknum réðu Valsmenn algjörlega lögum og lofum og nýttu sér brotalamir í varnarleik gestana sem brugðust mjög illa við mótlætinu. Andrés Már Jóhannesson missti stjórn á skapi sínu og fauk af velli með rautt spjald fyrir kjaftbrúkFlottur sigur Valsmanna. Danirnir Pedersen og Danni König áttu báðir mjög góðan leik og eru að finna sig betur með hverjum leiknum. Sá fyrrnefndi virðist finna sig betur sem djúpur á miðjunni og König var stórhættulegur í fremstu víglínu og skilaði tveimur mörkum í kvöld. Haukur Páll Sigurðsson átti einnig flottan leik en hann er strax á sínu fyrsta tímabili hjá Val orðinn ótrúlega mikilvægur lykilmaður í liðinu.Ólafur Þórðarson á verkefni fyrir höndum að reyna að skrúfa hausinn aftur rétt á sína menn. Enginn leikmaður Fylkis getur gengið sáttur frá borði eftir þennan leik. Valur Fannar Gíslason sem hefur oft dregið vagninn fyrir liðið tók varla þátt í kvöld og liðið var í heildina mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast.Valur - Fylkir 5-21-0 Danni König (12.) 1-1 Albert Brynjar Ingason (30.) 2-1 Haukur Páll Sigurðsson (36.) 3-1 Baldur Aðalsteinsson (47.) 4-1 Danni König (55.) 5-1 Ian Jeffs (72.) 5-2 Pape Faye (83) Rautt spjald: Andrés Már Jóhannesson, Fylki (60.)Dómari: Einar Örn Daníelsson 8Skot (á mark): 18-9 (12-5)Varin skot: Kjartan 4 - Fjalar 6Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 13-11Rangstöður: 2-2Valur (4-3-3) Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 6 (63. Sigurbjörn Hreiðarsson 6) Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Pedersen 8 Haukur Páll Sigurðsson 8 Jón Vilhelm Ákason 6 (33. Ian Jeffs 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (70. Þórir Guðjónsson 6) Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 8* - Maður leiksinsFylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 3 Einar Pétursson 3 Þórir Hannesson 3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 4 Valur Fannar Gíslason 3 Tómas Þorsteinsson 3 (72. Baldur Bett -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70. Ásgeir Arnþórsson 5) Jóhann Þórhallsson 4 (70. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við. 31. maí 2010 22:45 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið. Varnarleikur Fylkis var hvorki fugl né fiskur og réðu Árbæingar ekkert við sóknarleik Vals. Þeir klúðruðu málum gegn Fram í síðustu umferð og virðast ekki hafa jafnað sig á því. Föst leikatriði og fyrirgjafir settu þá út af sporinu trekk í leiknum í kvöld. Spilamennska þeirra var skömminni skárri í fyrri hálfleiknum en þeim síðari voru þeir í tómu tjóni og brugðust illa við mótlætinu. Valsmenn höfðu 2-1 forystu í hálfleik en bæði mörk þeirra í fyrri hálfleiknum voru keimlík. Þau komu með skalla eftir aukaspyrnur frá Martin Pedersen. Gestirnir voru ekki á tánum í teignum og var refsað fyrir það.Fylkismenn náðu reyndar í millitíðinni að jafna í 1-1. Markmenn hafa gagnrýnt dómara fyrir að refsa þeim harkalega með rauðum spjöldum í upphafi móts en Kjartan Sturluson slapp alveg við spjald þegar hann gerðist brotlegur í teignum eftir hálftíma leik.Kjartan varði vítaspyrnuna en hélt ekki boltanum og Albert Brynjar Ingason skoraði í annarri tilraun. Í seinni hálfleiknum réðu Valsmenn algjörlega lögum og lofum og nýttu sér brotalamir í varnarleik gestana sem brugðust mjög illa við mótlætinu. Andrés Már Jóhannesson missti stjórn á skapi sínu og fauk af velli með rautt spjald fyrir kjaftbrúkFlottur sigur Valsmanna. Danirnir Pedersen og Danni König áttu báðir mjög góðan leik og eru að finna sig betur með hverjum leiknum. Sá fyrrnefndi virðist finna sig betur sem djúpur á miðjunni og König var stórhættulegur í fremstu víglínu og skilaði tveimur mörkum í kvöld. Haukur Páll Sigurðsson átti einnig flottan leik en hann er strax á sínu fyrsta tímabili hjá Val orðinn ótrúlega mikilvægur lykilmaður í liðinu.Ólafur Þórðarson á verkefni fyrir höndum að reyna að skrúfa hausinn aftur rétt á sína menn. Enginn leikmaður Fylkis getur gengið sáttur frá borði eftir þennan leik. Valur Fannar Gíslason sem hefur oft dregið vagninn fyrir liðið tók varla þátt í kvöld og liðið var í heildina mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast.Valur - Fylkir 5-21-0 Danni König (12.) 1-1 Albert Brynjar Ingason (30.) 2-1 Haukur Páll Sigurðsson (36.) 3-1 Baldur Aðalsteinsson (47.) 4-1 Danni König (55.) 5-1 Ian Jeffs (72.) 5-2 Pape Faye (83) Rautt spjald: Andrés Már Jóhannesson, Fylki (60.)Dómari: Einar Örn Daníelsson 8Skot (á mark): 18-9 (12-5)Varin skot: Kjartan 4 - Fjalar 6Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 13-11Rangstöður: 2-2Valur (4-3-3) Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 6 (63. Sigurbjörn Hreiðarsson 6) Atli Sveinn Þórarinsson 6 Greg Ross 6 Martin Pedersen 8 Haukur Páll Sigurðsson 8 Jón Vilhelm Ákason 6 (33. Ian Jeffs 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (70. Þórir Guðjónsson 6) Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 8* - Maður leiksinsFylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 3 Einar Pétursson 3 Þórir Hannesson 3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 4 Valur Fannar Gíslason 3 Tómas Þorsteinsson 3 (72. Baldur Bett -) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70. Ásgeir Arnþórsson 5) Jóhann Þórhallsson 4 (70. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við. 31. maí 2010 22:45 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við. 31. maí 2010 22:45