Umfjöllun: Hjálmar hetja Framara í 2-2 jafntefli á móti Fylki 24. maí 2010 18:15 Fylkismenn fóru illa með frábæra stöðu á móti Fram á Fylkisvellinum í kvöld. Fylkir var 2-0 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og það leit allt út fyrir að strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar væru að fara á toppinn í Pepsi-deildinni. Hjálmar Þórarinsson sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði hinsvegar tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Fram 2-2 jafntefli. Fylkir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik eftir að hafa refsað mistökum Framara sem virtust ekki ætla að hafa heppnina með sér. Það breyttist hinsvegar allt á lokamínútunum. Bæði mörk Hjálmars komu eftir horn, það fyrra skoraði hann beint úr hornspyrnu á 86. mínútu og það síðara með skalla af marklínu eftir hornspyrnu Sam Tillen á þriðju mínútu í uppbótartíma. Albert Brynjar Ingason kom Fylki í 1-0 með marki úr víti sem Kristinn Jakobsson dæmdi eftir aðeins 70 sekúndur. Jón Guðni Fjóluson sparkaði þá niður Andrés Már Jóhannesson eftir að Fylkismenn hefði sett góða pressu á varnarmenn Framara. Framarar urðu því fyrir áfalli strax í upphafi leiks og þegar Framliðið virtist loksins vera búið að ná sér af sjokkinu í upphafi leiks þá skoruðu Fylkismenn slysalegt mark eftir aukaspyrnu langt út á velli. Einar Pétursson kom þá Fylki í 2-0 eftir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, hafði misst af aukaspyrnu Andrésar Más Jóhannessonar sem skoppaði í slánna og svo fyrir Einar sem skallaði boltann í tómt markið. Hannes fékk gult spjald fyrir mótmæli en hann vildi meina að það hefði verið brotið á honum. Framliðið var mun meira með boltann en var í vandræðum með hraða leikmenn Fylkis í skyndisóknunum. Fylkismenn voru alltaf hættulegir þegar þeir unnu boltann og varnarlína liðsins gaf líka fá færi á sér fram allan leikinn. Framliðið opnaði lítið Fylkisvörnina framan af seinni hálfleiknum og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framliðsins ákvað að hrista upp í hlutunum með því aðgera þrefalda skiptingu á 58.mínútu. Þorvaldur skipti ekki bara út þremur leikmönnum í einu. Hann færði Jón Guðna Fjóluson inn á miðjuna og setti Hlyn Atla Magnússon í hans stað í vörnina. Einn af varamönnunum var umræddur Hjálmar Þórarinsson sem átti síðan eftir að bjarga stiginu í lokin. Framliðið pressaði Fylki nánast allan seinni hálfleikinn en gekk illa að opna Fylkisvörnina. Það var helst að þeim tókst að ógna heimamönnum í föstum leikatriðum og það voru einmitt tvö horn sem skilaði liðinu stiginu í lokin. Fylkisliðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir en tókst ekki að bæta við þriðja markinu og innsigla sigurinn. Þess í stað jókst pressan frá gestunum sem voru duglegir að vinna sér inn horn og aukaspyrnur og þar skapaði Framliðið mestu hættuna. Framarar hafa nú tvisvar sinnum bjargað stigi á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og það má greinilega aldrei afskrifa strákana hans Þorvaldar Örlygssonar. Hann var líka óhræddur við að breyta miklu í einu og það gekk greinilega upp í þetta skiptið. Fylkismenn virtust ætla að vinna sig vel út úr fyrsta tapi sumarsins og koma sér aftur á toppinn. Fylkisvörnin var búin að vera traust með Fjalar Þorgeirsson öruggan fyrir aftan og því var það mikið út úr karakter hjá Árbæingum að sofna svona á verðinum undir lokin.Fylkir-Fram 2-2 Fylkisvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1813Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (2.) 2-0 Einar Pétursson (31.) 2-1 Hjálmar Þórarinsson (86.) 2-2 Hjálmar Þórarinsson (90.+3)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-11 (5-6) Varin skot: Fjalar 4 - Hannes 2 Horn: 5-11 Aukaspyrnur fengnar: 12-25 Rangstæður: 7-4Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 6 (69., Baldur Bett 5) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70., Pape Mamadou Faye 5) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (83., Jóhann Þórhallsson -)Fram: (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 5 Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 4 (58., Joseph Tillen 6) Hlynur Atli Magnússon 5 Tómas Leifsson 5 (58. Guðmundur Magnússon 6) Almarr Ormarsson 6 Ívar Björnsson 5(58., Hjálmar Þórarinsson 7 Maður leiksins) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Fylkismenn fóru illa með frábæra stöðu á móti Fram á Fylkisvellinum í kvöld. Fylkir var 2-0 yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og það leit allt út fyrir að strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar væru að fara á toppinn í Pepsi-deildinni. Hjálmar Þórarinsson sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði hinsvegar tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Fram 2-2 jafntefli. Fylkir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik eftir að hafa refsað mistökum Framara sem virtust ekki ætla að hafa heppnina með sér. Það breyttist hinsvegar allt á lokamínútunum. Bæði mörk Hjálmars komu eftir horn, það fyrra skoraði hann beint úr hornspyrnu á 86. mínútu og það síðara með skalla af marklínu eftir hornspyrnu Sam Tillen á þriðju mínútu í uppbótartíma. Albert Brynjar Ingason kom Fylki í 1-0 með marki úr víti sem Kristinn Jakobsson dæmdi eftir aðeins 70 sekúndur. Jón Guðni Fjóluson sparkaði þá niður Andrés Már Jóhannesson eftir að Fylkismenn hefði sett góða pressu á varnarmenn Framara. Framarar urðu því fyrir áfalli strax í upphafi leiks og þegar Framliðið virtist loksins vera búið að ná sér af sjokkinu í upphafi leiks þá skoruðu Fylkismenn slysalegt mark eftir aukaspyrnu langt út á velli. Einar Pétursson kom þá Fylki í 2-0 eftir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, hafði misst af aukaspyrnu Andrésar Más Jóhannessonar sem skoppaði í slánna og svo fyrir Einar sem skallaði boltann í tómt markið. Hannes fékk gult spjald fyrir mótmæli en hann vildi meina að það hefði verið brotið á honum. Framliðið var mun meira með boltann en var í vandræðum með hraða leikmenn Fylkis í skyndisóknunum. Fylkismenn voru alltaf hættulegir þegar þeir unnu boltann og varnarlína liðsins gaf líka fá færi á sér fram allan leikinn. Framliðið opnaði lítið Fylkisvörnina framan af seinni hálfleiknum og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framliðsins ákvað að hrista upp í hlutunum með því aðgera þrefalda skiptingu á 58.mínútu. Þorvaldur skipti ekki bara út þremur leikmönnum í einu. Hann færði Jón Guðna Fjóluson inn á miðjuna og setti Hlyn Atla Magnússon í hans stað í vörnina. Einn af varamönnunum var umræddur Hjálmar Þórarinsson sem átti síðan eftir að bjarga stiginu í lokin. Framliðið pressaði Fylki nánast allan seinni hálfleikinn en gekk illa að opna Fylkisvörnina. Það var helst að þeim tókst að ógna heimamönnum í föstum leikatriðum og það voru einmitt tvö horn sem skilaði liðinu stiginu í lokin. Fylkisliðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir en tókst ekki að bæta við þriðja markinu og innsigla sigurinn. Þess í stað jókst pressan frá gestunum sem voru duglegir að vinna sér inn horn og aukaspyrnur og þar skapaði Framliðið mestu hættuna. Framarar hafa nú tvisvar sinnum bjargað stigi á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir og það má greinilega aldrei afskrifa strákana hans Þorvaldar Örlygssonar. Hann var líka óhræddur við að breyta miklu í einu og það gekk greinilega upp í þetta skiptið. Fylkismenn virtust ætla að vinna sig vel út úr fyrsta tapi sumarsins og koma sér aftur á toppinn. Fylkisvörnin var búin að vera traust með Fjalar Þorgeirsson öruggan fyrir aftan og því var það mikið út úr karakter hjá Árbæingum að sofna svona á verðinum undir lokin.Fylkir-Fram 2-2 Fylkisvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1813Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (2.) 2-0 Einar Pétursson (31.) 2-1 Hjálmar Þórarinsson (86.) 2-2 Hjálmar Þórarinsson (90.+3)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-11 (5-6) Varin skot: Fjalar 4 - Hannes 2 Horn: 5-11 Aukaspyrnur fengnar: 12-25 Rangstæður: 7-4Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 6 (69., Baldur Bett 5) Ingimundur Níels Óskarsson 5 (70., Pape Mamadou Faye 5) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (83., Jóhann Þórhallsson -)Fram: (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 5 Sam Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 4 (58., Joseph Tillen 6) Hlynur Atli Magnússon 5 Tómas Leifsson 5 (58. Guðmundur Magnússon 6) Almarr Ormarsson 6 Ívar Björnsson 5(58., Hjálmar Þórarinsson 7 Maður leiksins)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira