Enski boltinn

Ancelotti ballskákarmeistari Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, virðist hafa marga leynda hæfileika og hann kom leikmönnum sínum algjörlega í opna skjöldu er hann rúllaði þeim upp í ballskák eða pool eins og það er kallað á ensku.

Chelsea setti upp lítið innanfélagsmót í ballskák á dögunum og þar vann stjórinn yfirburðasigur.

Hann byrjaði á því að rúlla yfir stráka úr unglingaliðinu og skellti síðan Obi Mikel og Ballack síðar í mótinu.

Hann segist vera góður í fleiru en ballskák. Hann sé til að mynda sterkur í tennis og íhugar að hafa innanfélagsmót í tennis á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×