Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Spiluðum blússandi sóknarleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir að þeir unnu öruggan 5-2 sigur á Fylki. Valsmenn fengu mun fleiri færi í seinni hálfleik til að bæta við.

„Við fengum alveg urmul af færum fyrir utan þessi mörk og spiluðum alveg blússandi sóknarleik. Við vorum mjög öflugir fram á við og Ian Jeffs kom mjög sterkur inn. Þrír fremstu voru mjög ógnandi í sínum aðgerðum," sagði Gunnlaugur.

Danni König hefur heldur betur verið að reynast Val drjúgur og átti hann skínandi leik í kvöld. „Við sjáum alltaf meira og meira til hans og hann sprakk út. Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð og ef við höldum áfram á þessari braut erum við til alls líklegir," sagði Gunnlaugur eftir leik.

Haukur Páll Sigurðsson, miðjumaður Vals, telur að liðið sé komið á beinu brautina. „Við unnum þetta algjörlega verðskuldað. Við erum komnir á bragðið núna og ætlum að halda áfram á fullu," sagði Haukur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×