Enski boltinn

Reina telur að Torres verði áfram hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Fernando Torres verði áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili.

Torres hefur sérstaklega verið orðaður við bæði Chelsea og Barcelona að undanförnu. Liverpool mistókst að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð og hefur það ýtt undir þær sögusagnir að Torres sé á leið frá félaginu.

„Ég hef ekki áhyggjur af Fernando," sagði Reina. „Ég ræddi við hann um framtíðina og hann sagði mér að hann ætlaði sér að vera áfram hjá okkur."

„Hann mátti þola ýmislegt á síðasta tímabili en hann er mikill fagmaður og hefur alltaf viljað standa sig vel með liðinu. Það mun ekki breytast."

Stjóri Liverpool, Rafa Benitez, hefur einnig verið sagður á leið frá félaginu en Reina hefur ekki heldur áhyggjur af því.

„Ég er sannfærður um að Rafa verði áfram með liðið og það verður gott því hann vill ólmur ná fram hefndum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×