Enski boltinn

Shrewsbury fékk 90 milljónir vegna Hart

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Shrewsbury datt í lukkupottinn í kvöld þegar Joe Hart spilaði í enska landsliðsmarkinu. Félagið fékk 500 þúsund pund fyrir vikið.

Ástæðan er sú að Hart er uppalinn hjá félaginu og þegar hann fór var sett ákvæði í samninginn hans um að þegar og ef hann spilaði fimm landsleiki skyldi Manchester City borga Shrewsbury upphæðina.

Hún nemur um 90 milljónum íslenskra króna.

Shrewsbury spilar í þriðju efstu deild og veitir ekki af peningunum í baráttunni í neðri deildunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×