Enski boltinn

Macheda: Er ekki að fara frá Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Federico Macheda í leik með Manchester United.
Federico Macheda í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Federico Macheda, leikmaður Manchester United, segir það ekki rétt að hann sé á leið til Lazio á Ítalíu í janúar.

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir skömmu að félögin hefðu komist að samkomulagi um að lána Macheda til Ítalíu og að Lazio ætti rétt á að kaupa hann eftir að tímabilinu lýkur.

En Macheda segist ánægður hjá United og hefur trú á því að hann muni hafa stóru hlutverki að gegna hjá liðinu í framtíðinni.

„Mun ég fara til Lazio í janúar? Nei, ég held ekki. [Alex] Ferguson hefur sagt að ég sé ekki til sölu."

„Ég er mjög ánægður með að heyra það, sérstaklega frá þjálfara eins og honum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×