Enski boltinn

Baulað á Cole á körfuboltaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ashley Cole, bakvörður Chelsea, er ekki vinsælasti maðurinn í London og það fékkst endanlega staðfest síðasta mánudag.

Þá skellti Cole sér á leik LA Lakers og Minnesota Timberwolves í O2-höllinni í London ásamt mörgum öðrum þekktum andlitum.

Þegar andlit Ashley var varpað á stóra skjáinn í loftinu bauluðu áhorfendur. Breskir þegnar eiga erfitt með að fyrirgefa honum að hann hafi svikið eina vinsælustu söngkonu landsins, Cheryl.

Þeir sungu síðan í hálfleik: "Við elskum Cheryl".

Á meðal þeirra sem létu líka sjá sig á leiknum má nefna Cesc Fabregas, Bobby Zamora, Darren Bent og Shaun Wright-Phillips sem kom líklega á nýja Rollsinum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×