Fótbolti

Beckham í mál gegn bandarísku tímariti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Nordic Photos / Getty Images
David Beckham hefur ákveðið að höfða mál gegn bandarísku tímariti fyrir fréttaflutning um einkalíf hans.

Það var In Touch-tímaritið sem staðhæfði í frétt að Beckham hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni í New York í ágústmánuði árið 2007.

Fulltrúar Beckham sögðu í tilkynningu að ásakanirnar væru algerlega rangar.

„Þetta fékk tímaritið allt að vita áður en þetta fór á prent. En því miður lifum við í heimi þar sem tímarit geta birt lygar og staðið í þeirri trú að það kemst upp með það.“

David og Victoria Beckham hafa verið gift í ellefu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×