Enski boltinn

Rooney á MUTV: Síðustu dagar hafa verið erfiðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney, stjóri United.
Wayne Rooney, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney var í viðtali á MUTV-sjónvarpsstöðinni í dag þar sem hann segir að síðustu daga hafa verið erfiðir fyrir sig og félagið.

Viðtalið við Rooney má sjá í heild sinni á sjónvarpsvef Vísis, hér.

„Já, ég er mjög ánægður," sagði Rooney. „Tímasetningin hefur verið nokkuð umdeild en ég er ánægður með að hafa loksins gengið frá þessum samningamálum. Vonandi get ég núna haldið áfram mínu starfi, náð fullri heilsu og byrjað að spila aftur."

„Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir mig og félagið. Ég vildi koma mínu sjónarmiði á framfæri og við komumst loksins að samkomulagi sem var besta mögulega niðurstaðan fyrir mig og félagið."

Rooney sagði í yfirlýsingu sem birt var á miðvikudaginn að hann vildi fara frá félaginu og að hann efaðist um framtíðarhorfur þess.

„Sem leikmanni United þykir mér vænt um félagið. Ég lýsti áhyggjum mínum við knattspyrnustjórann og David Gill [framkvæmdarstjóra]. Þetta hélt áfram út frá því og samningaviðræðurnar héldu í raun ekki áfram eftir þetta."

„Svo á undanförnum dögum varð þessi vitneskja opinber sem gerði þetta allt mjög erfitt. Okkur, mér og félaginu, fannst mikilvægt að bregðast skjótt við."

„Ég hef nú rætt við stjórann, David Gill og eigendurna og allir hafa þeir staðfest við mig að þetta sé rétta félagið fyrir mig. Hér mun ég áfram njóta velgengni og vinna titla."

„Samningaferlið er mjög flókið. Þetta snýst um knattspyrnufélagið en líka um minn feril. Ég varð að hugsa mig vel og vandlega um."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×