Enski boltinn

Perez: Vildi gjarnan starfa með Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, segist vera spenntur fyrir þeirri tilhugsun að starfa með Wayne Rooney, leikmanni Manchester United.

Rooney hefur verið orðaður við Real Madrid í nokkurn tíma og nú hefur Perez bætt í þær sögusagnir með þessum ummælum sínum sem spænska dagblaðið AS hefur eftir honum.

Fjölmiðlar í Englandi og á Spáni segja Real Madrid reiðubúið að kaupa Rooney á 75 milljónir punda næsta sumar.

Rooney hefur sjálfur ekki komist að samkomulagi um nýjan samning við United enn sem komið er og er sagður leiður á því að vera stöðugt í sviðsljósi fjölmiðla í Englandi.

Ekki fór minna fyrir sögusögnunum þegar að Rooney sagði eftir landsleik Englands og Svartfjallalands í vikunni að hann hefði ekki átt við ökklameiðsli að stríða, eins og Alex Ferguson, stjóri United, hafði haldið fram undanfarnar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×