Enski boltinn

Arsenal til í að gera undanþágu fyrir Gallas

Elvar Geir Magnússon skrifar
William Gallas, varnarmaður Arsenal.
William Gallas, varnarmaður Arsenal.

Arsenal er tilbúið í viðræður við varnarmanninn William Gallas um nýjan samning. Gallas er 32 ára en Arsene Wenger segir að félagið gæti verið tilbúið að beygja aðeins reglur sínar fyrir Gallas.

Arsenal býður venjulega leikmönnum sem eru komnir yfir þrítugt ekki meira en eins árs framlengingu á samningi í senn.

Þar sem ítalska liðið Roma hefur mikinn áhuga á að krækja í franska leikmanninn sem verður samningslaus í sumar er Arsenal þó tilbúið að gera undanþágu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×