Enski boltinn

Mancini vill tvo hágæðaleikmenn í hverja stöðu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aleksandar Kolarov.
Aleksandar Kolarov.

Manchester City gekk um helgina frá kaupum á vinstri bakverðinum Aleksandar Kolarov. Þessi 23 ára Serbi kemur frá Lazio og er kaupverðið 16 milljónir punda.

Roberto Mancini er ánægður með að klófesta Kolarov. „Ég vil vera með tvo hágæðaleikmenn að berjast um hverja stöðu, ég fagna því komu Kolarov," sagði Mancini.

„Ég sá Kolarov fyrst tímabilið 2007 og heillaðist af styrk hans og hraða miðað við ungan aldur. Síðan þá hef ég fylgst grannt með honum og það hafa njósnarar Manchester City einnig gert."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×