Enski boltinn

Ravanelli vill taka við Boro

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ravanelli er að halda sér.
Ravanelli er að halda sér.

Gamli silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli vill komast aftur til Englands og hefur lýst yfir áhuga á að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Middlesbrouh.

Gordon Strachan var rekinn frá félaginu eftir að hafa aðeins nælt í 11 stig í fyrstu 12 leikjunum í vetur. Liðið er því í mikilli fallhættu sem stendur.

Ravanelli var í frægu liði Boro leiktíðina 1996-97 sem Bryan Robson stýrði. Þar voru líka kappar eins og Juninho og Emerson.

Ravanelli er nú orðinn 41 árs og vinnur við að lýsa knattspyrnuleikjum.

Hann segir það vera draum sinn að þjálfa Boro. Aðrir sem eru orðaðir við starfið eru Tony Mowbray, Paul Ince og Gary Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×