Sir Alex Ferguson segir að Fulham hafi átt skilið stigið sem þeir fengu gegn Manchester United í dag.
Eftir skemmtilegan leik héldu flestir að United hefði tryggt sér sigur þegar Brede Hangeland skoraði sjálfsmark. Nani klúðraði svo víti áður en Hangeland skoraði í rétt mark og jafnaði.
"Í sannleika sagt áttu þeir skilið að fá stig þar sem þeir spiluðu vel í seinni hálfleik. Sá fyrri var eign okkar og markmaðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel," sagði stjórinn.
"Þeir léku betur en við í seinni hálfleik og það verður að hrósa þeim, þeir áttu stigið skilið."
