Íslenski boltinn

Fram lagði Selfoss eftir að hafa lent undir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Halldór Hermann skoraði í Egilshöllinni í dag.
Halldór Hermann skoraði í Egilshöllinni í dag.

Leikið er í Lengjubikarnum í Egilshöll samfleytt til klukkan 23 í kvöld. Fyrsta leik dagsins er lokið en þar vann Fram 3-1 sigur á Selfyssingum.

Selfoss vann 1. deildina síðasta sumar og leikur í Pepsi-deildinni á komandi tímabili. Liðið komst yfir á 14. mínútu leiksins þegar Jón Daði Böðvarsson skoraði.

Framarar tóku forystuna fyrir hlé með mörkum frá Tómasi Leifssyni og Halldóri Hermanni Jónssyni. Það var svo Alexander Veigar Þórarinsson sem innsiglaði sigur Safamýrarpilta.

Upplýsingar eru fengnar af fotbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×