Tekist á fram á síðustu stundu Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 12:57 Össur Skarphéðinsson. Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir þann skilning ríkjandi innan Evrópusambandsins að Icesave-deila Íslendinga við Breta og Hollendinga sé aðskilið mál frá aðildarviðræðum Íslands við sambandið. En tekist hafi verið á um það innan Evrópusambandins skömmu fyrir ríkjaráðstefnu Íslands og sambandsins í lok júlí hvort hefja ætti alvöru viðræður við Íslendinga án niðurstöðu í Icesave. „Það er engin leynd sem hvílir yfir því að vikuna áður en ríkjaráðstefnan hófst voru harðar umræður innan Evrópusambandsins að hálfu nokkurra þjóða um hvort ætti að leyfa málinu að ganga svona langt. Niðurstaða í þeim umræðum náðist ekki fyrr en daginn áður en ég fór á minn fund með Evrópusambandinu," segir utanríkisráðherra. Það hafi hins vegar komið í ljós að Íslendingar ættu öflugan stuðning meðal margra aðildarríkja sambandsins. „Ekki bara hjá vinum og frændþjóðum og vinum í Eystrasaltinu, heldur líka hjá Spánverjum og Þjóðverjum. Þannig að það var þess vegna sem þetta tókst," segir Össur. Hins vegar hafi það sýnt sig í ferlinu að Bretar og Hollendingar hafi reynt að blanda saman Icesave-deilunni og aðildarviðræðunum og muni ef til vill reyna það áfram. „Ég er alveg sannfærður um að það er hægt að ljúka þessu ferli með sómasamlegum hætti án þess að Icesave trufli það þannig að samningaviðræður slitni á einhverju stigi. En það getur vel verið og ég er búinn undir það, að þetta geti fúnkerað eins og möl sem hent er í gangverkið. Þá verða menn bara að komast yfir það. Viðræðurnar munu ekki slitna á þessu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir þann skilning ríkjandi innan Evrópusambandsins að Icesave-deila Íslendinga við Breta og Hollendinga sé aðskilið mál frá aðildarviðræðum Íslands við sambandið. En tekist hafi verið á um það innan Evrópusambandins skömmu fyrir ríkjaráðstefnu Íslands og sambandsins í lok júlí hvort hefja ætti alvöru viðræður við Íslendinga án niðurstöðu í Icesave. „Það er engin leynd sem hvílir yfir því að vikuna áður en ríkjaráðstefnan hófst voru harðar umræður innan Evrópusambandsins að hálfu nokkurra þjóða um hvort ætti að leyfa málinu að ganga svona langt. Niðurstaða í þeim umræðum náðist ekki fyrr en daginn áður en ég fór á minn fund með Evrópusambandinu," segir utanríkisráðherra. Það hafi hins vegar komið í ljós að Íslendingar ættu öflugan stuðning meðal margra aðildarríkja sambandsins. „Ekki bara hjá vinum og frændþjóðum og vinum í Eystrasaltinu, heldur líka hjá Spánverjum og Þjóðverjum. Þannig að það var þess vegna sem þetta tókst," segir Össur. Hins vegar hafi það sýnt sig í ferlinu að Bretar og Hollendingar hafi reynt að blanda saman Icesave-deilunni og aðildarviðræðunum og muni ef til vill reyna það áfram. „Ég er alveg sannfærður um að það er hægt að ljúka þessu ferli með sómasamlegum hætti án þess að Icesave trufli það þannig að samningaviðræður slitni á einhverju stigi. En það getur vel verið og ég er búinn undir það, að þetta geti fúnkerað eins og möl sem hent er í gangverkið. Þá verða menn bara að komast yfir það. Viðræðurnar munu ekki slitna á þessu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira