Newcastle United hefur komist að samkomulagi um kaupverð á Fílabeinsstrendingnum Cheick Tiote frá hollenska liðinu FC Twente. Talið er að kaupverð sé um 3.5 milljónir sterlingspunda.
Tiote, sem leikur á miðjunni, er 24 ára gamall og hefur staðist læknisskoðun hjá Newcstle. Nú er aðeins beðið eftir að hann fái atvinnuleyfi á Englandi áður en félagaskiptin ganga í gegn.
Tiote var hluti af liði Twente sam vann hollensku deildina á síðasta ári undir stjórn Steve McClaren og lék alla þrjá leiki Fílabeinsstrandarinnar á HM í Suður-Afríku.
Tiote á leið til Newcastle
