Elti kærustuna til Íslands 13. október 2010 09:00 Pætur spilar tónlistina en Ósk sér um kynningarmálin. Hann flutti til Íslands eftir að þau byrjuðu saman. fréttablaðið/Anton „Það er æðislegt að búa á Íslandi – aðeins stærra en Færeyjar og aðeins meira að gerast,“ segir Pætur Zachariasson, söngvari hljómsveitarinnar Zach and Foes. Pætur er einnig söngvari færeysku hljómsveitarinnar Boys in a Band, sem er í pásu þessa dagana. Hann kemur í fyrsta skipti fram með nýju hljómsveitinni sinni á Iceland Airwaves, en hann flutti til landsins í fyrra þegar hann byrjaði með hinni íslensku Ósk Gunnarsdóttur. „Ég flutti hingað í september í fyrra þegar allir kláru Íslendingarnir fluttu af landi brott, þá kom heimski Færeyingurinn til Íslands,“ segir Pætur og hlær. Ósk hefur einnig verið viðloðandi tónlistarbransann. Hún vinnur fyrir Iceland Airwaves í ár og starfaði við kynningarmál fyrir ýmsar tónleikahátíðir í Bretlandi í sumar. „Það er gott að vera með svona kærustu þegar maður er í hljómsveit,“ grínast Pætur. „Hún getur séð um vinnuna fyrir mig.“ Pætur starfar á dagvistarheimili, eins og svo margir íslenskir tónlistarmenn. Hann starfaði á leikskóla í Færeyjum áður en Boys in a Band vann alþjóðlegu hljómsveitina Global Battle of the Bands, en í kjölfarið tóku við tímafrek tónleikaferðalög. „Krakkarnir eru svolítið fyndnir,“ segir hann. „Ég byrjaði strax að prófa að tala íslensku og hélt að ég væri mjög góður í því. Svo einn daginn segir eitt barnanna við mig: „Pætur, þú talar svolítið hommalega.“ Ég kom sem sagt til Íslands og tala greinilega hommaíslensku. Ég er búinn að búa í Færeyjum allt mitt líf og búinn að byggja upp macho-orðspor – allir í Færeyjum vita að ég er macho. Svo kem ég til Íslands og er hommi! Þetta var fyndið.“ Pætur og félagar í Zach and Foes koma þrisvar sinnum fram á næstu dögum: í Sjoppunni á morgun, á Amsterdam á föstudagskvöld og loks í Norræna húsinu á laugardag. „Þetta verður fyrsta giggið okkar og það er svolítið langt síðan ég spilaði síðast,“ segir Pætur og viðurkennir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir því að stíga á svið. „Hljómsveitin er kannski meira íslensk en færeysk. Þetta eru ég og þrír Íslendingar. Þetta er rokk og ról en aðeins út í þjóðlagatónlist. Ég er búinn að hlusta á Johnny Cash og Elvis allt mitt líf.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Það er æðislegt að búa á Íslandi – aðeins stærra en Færeyjar og aðeins meira að gerast,“ segir Pætur Zachariasson, söngvari hljómsveitarinnar Zach and Foes. Pætur er einnig söngvari færeysku hljómsveitarinnar Boys in a Band, sem er í pásu þessa dagana. Hann kemur í fyrsta skipti fram með nýju hljómsveitinni sinni á Iceland Airwaves, en hann flutti til landsins í fyrra þegar hann byrjaði með hinni íslensku Ósk Gunnarsdóttur. „Ég flutti hingað í september í fyrra þegar allir kláru Íslendingarnir fluttu af landi brott, þá kom heimski Færeyingurinn til Íslands,“ segir Pætur og hlær. Ósk hefur einnig verið viðloðandi tónlistarbransann. Hún vinnur fyrir Iceland Airwaves í ár og starfaði við kynningarmál fyrir ýmsar tónleikahátíðir í Bretlandi í sumar. „Það er gott að vera með svona kærustu þegar maður er í hljómsveit,“ grínast Pætur. „Hún getur séð um vinnuna fyrir mig.“ Pætur starfar á dagvistarheimili, eins og svo margir íslenskir tónlistarmenn. Hann starfaði á leikskóla í Færeyjum áður en Boys in a Band vann alþjóðlegu hljómsveitina Global Battle of the Bands, en í kjölfarið tóku við tímafrek tónleikaferðalög. „Krakkarnir eru svolítið fyndnir,“ segir hann. „Ég byrjaði strax að prófa að tala íslensku og hélt að ég væri mjög góður í því. Svo einn daginn segir eitt barnanna við mig: „Pætur, þú talar svolítið hommalega.“ Ég kom sem sagt til Íslands og tala greinilega hommaíslensku. Ég er búinn að búa í Færeyjum allt mitt líf og búinn að byggja upp macho-orðspor – allir í Færeyjum vita að ég er macho. Svo kem ég til Íslands og er hommi! Þetta var fyndið.“ Pætur og félagar í Zach and Foes koma þrisvar sinnum fram á næstu dögum: í Sjoppunni á morgun, á Amsterdam á föstudagskvöld og loks í Norræna húsinu á laugardag. „Þetta verður fyrsta giggið okkar og það er svolítið langt síðan ég spilaði síðast,“ segir Pætur og viðurkennir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir því að stíga á svið. „Hljómsveitin er kannski meira íslensk en færeysk. Þetta eru ég og þrír Íslendingar. Þetta er rokk og ról en aðeins út í þjóðlagatónlist. Ég er búinn að hlusta á Johnny Cash og Elvis allt mitt líf.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira