Enski boltinn

Neville slapp með skrekkinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Etherington liggur hér í valnum eftir Neville sem glotti þegar hann slapp við rauða spjaldið.
Etherington liggur hér í valnum eftir Neville sem glotti þegar hann slapp við rauða spjaldið.

Gary Neville var afar lánsamur að fá ekki rauða spjaldið í leiknum gegn Stoke í dag. Hann tæklaði Matthew Etherington þá hraustlega þegar hann var kominn með gult spjald.

Andre Marriner dómari gugnaði á að gefa Neville annað gult sem hann átti klárlega að fá. Þar af leiðandi hefði Neville fengið rauða spjaldið.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Sir Alex Ferguson tefldi ekki á tvær hættur og tók Neville af velli í hálfleiknum.

"Það var mikilvægt hjá okkur að ná sigri í dag. Það hefur verið erfitt að gera öll þessi jafntefli. Þegar Tuncay skoraði hugsaði ég ekki eina ferðina enn. Það var því frábært að fá sigurmark," sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×