Capello: Við verðum að spila án ótta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2010 06:30 Pressan er á Rooney og Capello. AFP Það fara fjölmargir leikir fram í undankeppni EM 2012 í kvöld og ljóst að margra augu verða á leik Englands og Búlgaríu. Enska landsliðið beið skipbrot á HM í Suður-Afríku undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Ítalinn er þrátt fyrir það enn við stjórnvölinn og fær annað tækifæri með enska liðið. Það hefur mikið gengið á síðan HM lauk. Einhverjir leikmenn eru hættir að gefa kost á sér, umræðan í kringum landsliðið hefur ekki verið góð og Capello hefur mátt þola margs konar persónulega gagnrýni. Hann stefnir á að yngja liðið upp en hefur engu að síður skilið unga og efnilega leikmenn fyrir utan hópinn. Það er því mikil pressa á Capello í kvöld. „Það er hluti af starfinu að vera undir pressu. Þegar ég vinn leiki er ég besti þjálfari í heimi en þegar ég tapa þá er ég sá lélegasti," sagði Capello sem hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. „Auðvitað lærði ég mikið af HM. Maður lærir alltaf með hverri reynslu. Ég hef breytt ýmsu en ekki miklu. Við verðum samt að leika án ótta. Mér finnst leikmennirnir taka vel á því á æfingum, þeir eru með fínt sjálfstraust og vonandi skilar það sér inn í leikinn. Búlgarar verða erfiðir enda með fínt lið sem kann þá list vel að verjast. Við verðum samt að vinna og ég vona að stuðningsmennirnir standi með okkur." Capello fékk góð tíðindi um helgina er Wayne Rooney skoraði loksins. Reyndar skoraði hann aðeins úr víti en mark er mark og þetta mark létti pressunni örlítið af framherjanum. „Ég var að fylgjast með þessum leik. Hann var góður, hann er kominn til baka og ég gleðst yfir því að hann hafi skorað," sagði Capello sem hótaði reyndar að hætta að gefa viðtöl eftir mjög óvægna meðferð sem hann fékk hjá slúðurblaðinu The Sun á dögunum. „Rooney hleypur mikið á vellinum og hann má fara þangað sem hann vill. Rooney mun spila þennan leik gegn Búlgörum með stæl." Capello hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það hvernig hann lokaði dyrunum á David Beckham. Hann hefur dregið í land þar og ítrekaði aftur í gær að dyrnar stæðu opnar fyrir Beckham eins og aðra leikmenn landsliðsins. Phil Jagielka, leikmaður Everton, mun væntanlega leika í miðju ensku varnarinnar þar sem vantar bæði John Terry og Rio Ferdinand. Capello segist vera langt kominn með að velja byrjunarliðið. "Joe Hart verður í markinu. Svo eru það Rooney, Gerrard, Gareth Barry, Ashley Cole, Glen Johnson og Jagielka. Ég er líklega búinn að velja tíu leikmenn í liðið. Það er smá vafi með eitt sæti," sagði Fabio Capello. Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Það fara fjölmargir leikir fram í undankeppni EM 2012 í kvöld og ljóst að margra augu verða á leik Englands og Búlgaríu. Enska landsliðið beið skipbrot á HM í Suður-Afríku undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Ítalinn er þrátt fyrir það enn við stjórnvölinn og fær annað tækifæri með enska liðið. Það hefur mikið gengið á síðan HM lauk. Einhverjir leikmenn eru hættir að gefa kost á sér, umræðan í kringum landsliðið hefur ekki verið góð og Capello hefur mátt þola margs konar persónulega gagnrýni. Hann stefnir á að yngja liðið upp en hefur engu að síður skilið unga og efnilega leikmenn fyrir utan hópinn. Það er því mikil pressa á Capello í kvöld. „Það er hluti af starfinu að vera undir pressu. Þegar ég vinn leiki er ég besti þjálfari í heimi en þegar ég tapa þá er ég sá lélegasti," sagði Capello sem hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. „Auðvitað lærði ég mikið af HM. Maður lærir alltaf með hverri reynslu. Ég hef breytt ýmsu en ekki miklu. Við verðum samt að leika án ótta. Mér finnst leikmennirnir taka vel á því á æfingum, þeir eru með fínt sjálfstraust og vonandi skilar það sér inn í leikinn. Búlgarar verða erfiðir enda með fínt lið sem kann þá list vel að verjast. Við verðum samt að vinna og ég vona að stuðningsmennirnir standi með okkur." Capello fékk góð tíðindi um helgina er Wayne Rooney skoraði loksins. Reyndar skoraði hann aðeins úr víti en mark er mark og þetta mark létti pressunni örlítið af framherjanum. „Ég var að fylgjast með þessum leik. Hann var góður, hann er kominn til baka og ég gleðst yfir því að hann hafi skorað," sagði Capello sem hótaði reyndar að hætta að gefa viðtöl eftir mjög óvægna meðferð sem hann fékk hjá slúðurblaðinu The Sun á dögunum. „Rooney hleypur mikið á vellinum og hann má fara þangað sem hann vill. Rooney mun spila þennan leik gegn Búlgörum með stæl." Capello hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það hvernig hann lokaði dyrunum á David Beckham. Hann hefur dregið í land þar og ítrekaði aftur í gær að dyrnar stæðu opnar fyrir Beckham eins og aðra leikmenn landsliðsins. Phil Jagielka, leikmaður Everton, mun væntanlega leika í miðju ensku varnarinnar þar sem vantar bæði John Terry og Rio Ferdinand. Capello segist vera langt kominn með að velja byrjunarliðið. "Joe Hart verður í markinu. Svo eru það Rooney, Gerrard, Gareth Barry, Ashley Cole, Glen Johnson og Jagielka. Ég er líklega búinn að velja tíu leikmenn í liðið. Það er smá vafi með eitt sæti," sagði Fabio Capello.
Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira