Enski boltinn

Lampard spilar gegn Liverpool um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Frank Lampard verði orðinn klár í slaginn þegar að Chelsea mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Lampard byrjaði að æfa með liðinu í síðustu viku," sagði Ancelotti en Chelsea mætir Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. „Hann nær ekki leiknum á miðvikudaginn en hann verður tilbúinn fyrir leikinn gegn Liverpool."

Lampard hefur misst af síðustu ellefu leikjum Chelsea vegna meiðsla í nára. „Ég vona að hann geti náð fyrri styrk fljótt því við þurfum á leikmanni eins og honum að halda - hann er frábær leikmaður."

„Liðinu hefur gengið vel án Lampard. En þegar hann kemur til baka þá held ég að hann fari beint í liðið. En það eru margir leikir framundan og allir munu fá að spila."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×