Enski boltinn

McLeish í viðræður um nýjan samning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alex McLeish mun líklega framlengja samning sinn við Birmingham.
Alex McLeish mun líklega framlengja samning sinn við Birmingham.

Alex McLeish hefur hafið viðræður við eigendur Birmingham um nýjan samning. Skoski knattspyrnustjórinn kom til félagsins fyrir einu og hálfu ári og hefur gert góða hluti.

McLeish kom liðinu upp í úrvalsdeildina og festi það í sessi þar. Liðið er nú í áttunda sæti. McLeish hefur fjárfest skynsamlega á leikmannamarkaðnum og hyggst halda því áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×