Enski boltinn

Ancelotti hefur lítinn áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur lítinn áhuga á því að taka við ítalska landsliðinu og ætlar sér að vera lengi við stjórnvölinn hjá Chelsea.

"Ég vil vera áfram hjá Chelsea. Ég vona líka að Cesare Prandelli verði með ítalska landsliðið í 20 ár. Samkvæmt tölfræðinni þá vinnur ítalska landsliðið HM á 24 ára fresti. Við eigum því að vinna aftur árið 2030," sagði Ancelotti léttur.

Þjálfarinn er mjög ánægður í starfi hjá Chelsea og vill vinna þar næstu árin.

Hann hefur áður lýst því yfir að hann vilji stýra landsliðið en ekki í nánustu framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×